ao link
Aftur á forsíðu RED
RARIK Orkuþróun ehf. er dótturfélag RARIK sem var stofnað 2008 til að sinna ráðgjafa- og þróunarverkefnum á vegum RARIK hér heima og erlendis. Erlent heiti félagsins er RARIK Energy Development Ltd. skammstafað RED. Félaginu er ætlað að þróa, byggja og reka hvers konar orkukerfi þ.á.m. dreifi- og flutningskerfi fyrir raforku- og hitaveitur og orkuver. Meginmarkmið starfseminnar er að stuðla að áframhaldandi vexti og verðmætasköpun innan RARIK samstæðunnar.

Í ljósi þess að RARIK hefur fyrst og fremst sinnt uppbyggingu og rekstri raforkudreifikerfa og lítilla og meðalstórra vatnsaflsvirkjana og hitaveitna hefur þungamiðja í starfsemi RED verið á þeim vettvangi. Félaginu voru í upphafi lagðir til fjármunir í formi hlutafjár, en síðar hafa innlendu þróunarverkefnin Sunnlensk orka ehf. og Sjávarorka ehf runnið inn í félagið. Erlendis hefur RED meðal annars komið að rannsókna- og þróunarverkefnum sem beinast að virkjun jarðvarma við fjallið Nemrud í Austur Tyrklandi.
RED - RARIK Energy Developement - Dvergshöfði 2, 110 Reykjavík - Sími 528 9000 - info@red.is